Pabbi hennar á Formúlu 1 keppnina og af hverju ætti hún þá eitthvað að vera að hugsa um kreppuna og svona…?
Petra Eccelstone var ekkert að spara neitt í brúðkaupi sem kostaði um milljarð íslenskra króna!
Við vitum nú að brúðarkjólinn hennar Kim Kardashian, ásamt brúðarmeyjarkjólum, kostuðu um 16 milljónir íslenskra króna (sem er íbúðarverð á sumum stöðum) og sumir supu loft við fréttirnar en hvað finnst þér þá um brúðkaup sem kostar milljarð? Það má gera allskonar fyrir þá upphæð.
Til dæmis er hægt að hafa loftfimleikamenn og flugeldasýningu og svo má fá Aliciu Keys og Black Eyed Peas til að spila á ballinu í lokin! Já!
Parið gift sig í Odescalchi kastalanum í Bracciano, rétt utan við Róm, en þar giftu sig líka þau Tom Cruise og Katie Holmes árið 2006.
Djammið stóð í þrjá daga en byrjaði á föstudaginn með smá svona dinner fyrir þá sem voru þegar komnir til Ítalíu.
Meðal gesta voru þær Hilton systur, Paris og Nicky, Sarah Ferguson og prinsessurnar ásamt Fergie í Black Eyed Peas.
Á matseðlinum var m.a. spínat ravioli, smokkfiskur, lambalærissneiðar og rjómaís. Kampavínið sem var í boði kostaði bara tæpar 100.000 flaskan, eða um 500 pund og allir 300 partýgestirnir drukku eins og þeir gátu í sig látið ásamt því að slafra í sig kavíar.
Meðal gesta voru þær Hilton systur, Paris og Nicky, Sarah Ferguson og prinsessurnar ásamt Fergie í Black Eyed Peas.
Á matseðlinum var m.a. spínat ravioli, smokkfiskur, lambalærissneiðar og rjómaís. Kampavínið sem var í boði kostaði bara tæpar 100.000 flaskan, eða um 500 pund og allir 300 partýgestirnir drukku eins og þeir gátu í sig látið ásamt því að slafra í sig kavíar.
Partígestur tók svo til orða:
“Þetta var eins og að vera í ævintýri. Matseðillinn var einskonar spegill þar sem búið var að grafa nöfnin okkar í. Þetta var einn magnaðasti for-brúðkaups dinner sem allir þarna höfðu komið í. Svo kórónaðist dæmið þegar Alicia Keys steig á svið og byrjaði að syngja Empire State of Mind. Við tókum öll undir. Þetta var algjörlega magnað.”
Kjóll prinssessunnar kostaði tæpar 30 milljónir og var hannaður af Veru Wang en að sögn heimildarmanna borgaði pabbi um 150 milljónir til að fá Black Eyed Peas á ballið. Fjölskylduvinurinn Eric Clapton söng samt ókeypis þegar brúðhjónin dönsuðu fyrsta dansinn.
Það er gaman að vera pabbastelpa!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.