Bandaríska leikkonan Patricia Arquette er greinilega ekki skyggn sjálf þó hún hafi leikið miðil árum saman. Hún sá að minnsta kosti ekki hvað var í vændum þegar hún ákvað að opna Facebook reikning og leyfa öllum að vingast við sig.
Þetta gerði hún sem einhverskonar félagslega tilraun en á nýlegum Facebook status skrifaði hún:
“Gæti ‘selebbi’ raunverulega vingast við ókunnugt fólk og kynnst þeim sem venjuleg manneskja? Gætum við orðið vinir? Gæti ég hugsanlega horft framhjá því sem fólk telur sér trú um að ég sé og sýnt þeim minn innri mann?”
Þetta gekk víst ekki alveg upp hjá leikkonunni því fyrir tíu dögum varð hún fyrir áreiti af hálfu ókunnugs ‘Facebook vinar’.
Þá skrifar hún sinn næsta status:
“Ég bið ykkur að vingast ekki við neinn hérna sem þið þekkið ekki persónulega,” sagði hún við vini sína sem voru tæplega 3000. “Þó þeir séu á vinalistanum mínum þýðir það ekki að þeir séu ‘seif’!!,” sagði hún og ítrekaði svo aftur skilaboðin.
Patricia gaf ekki meira uppi um þetta mál en lofaði að halda sambandi við FB vini sína áfram á Twitter og þakkaði þeim fyrir að deila ást, gleði og sorgum með sér. Kannski að það sé eitthvað öruggara?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.