Fyrir þrettán árum var Orlando Bloom að klifra á þaki með nokkrum vinum sínum með þeim afleiðingum að hann datt niður, skaddaði mænuna og braut nokkra hryggjaliði.
Hann þurfti að gangast undir margar aðgerðir og endurhæfingu í eitt og hálft ár. Orlando lá lamaður í fjóra daga eftir slysið en segist engu að síður þakklátur fyrir að þetta hafi gerst.
Í viðtali við Mens Health segist hann alltaf þurfa að vinna með bakið á sér: “Það hefur ekki beint stöðvað mig frá að gera hlutina en þetta er sífelld áminning.”
Í raun segist hann hafa lært mikilvægustu lexíu lífsins eftir bakmeiðslin:
“Óttinn er ekki vinur minn en ég er meðvitaður um hann. Ég get ekki hætt að lifa. Það myndi eyðileggja sköpunarkrafta mína og persónuleika.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.