Nicole Richie (29) og Jessica Simpson (31) eru báðar dómarar í nýjum raunveruleikaþætti, Fashion Star en að sögn heimildarmanna Us Weekly kemur þeim ógeðslega illa saman.
Ljóskurnar yrða bara á hvor aðra þegar þær virkilega þurfa þess og hafa verulega ólíkar hugmyndir um tísku og stíl.
Richie finnst Jessica ekki hafa neitt vit á hátískunni og fatnaður hennar frekar glataður en Jessicu er alveg sama um skoðanir Richie því fötin hennar seldust fyrir 750 milljónir dollara meðan Richie skrapaði saman í 10 milljónir.
„Nicole þekkir kannski til tískustrauma en Jessica telur sig kunna að hanna föt sem klæða konur af öllum stærðum og gerðum,“ sagði starfsmaður á NBC sem framleiðir þættina.
Spennandiiiii…..

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.