Naomi Watts segir hlutverk Díönu prinsessu vera það erfiðasta sem hún hefur reynt á sínum ferli.
Leikkonan, sem þegar hefur hlotið óskarsverðlaun fyrir hæfileika sína, leikur prinsessuna í mynd sem segir frá ástarsambandi hennar við skurðlækninn Dr. Hasnat Khan.
Naomi segist hafa reynt að ná “kjarna” Díönu með leik sínum en það hafi verið mikil áskorun. Í viðtali við Manhattan magazine segir hún:
“Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert vegna þess að mér fannst svo mikill þrýstingur fólgin í því að allir telja sig hafa þekkt hana. Það hafa allir einhverja hugmynd um þessa konu, einhverja útgáfu af því hvernig hún var. Mér fannst erfitt að gera hana að minni þar sem svo mörgum finnst sem þau þekki hana,” sagði Naomi og bætti við að hana langaði ekki að festast í eftirhermu og gera sér upp kurteislega framkomu. “Það væri afleitt. Mig langar bara að ná kjarnanum í því hver hún var.”
Myndin segir frá ástarsambandi Díönu prinsessu við pakistanskan hjartaskurðlækni en mjög fáir vissu af því. Naomi segir í viðtalinu að hún hafi heldur aldrei heyrt um það þó að allir hafi vitað af Dodi.
Leikstjóri myndarinnar er Oliver Hirschbiegel en í henni leika líka Naveen Andrews, Douglas Hodge og Geraldine James.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.