Mila Kunis er með þeim heitari í Hollywood í dag en sumir telja hana einskonar vasaútgáfu af Angelinu Jolie með áþekkan ‘óþekktarkynþokka’ og stórstjarnan.
Mila er af úkraínskum gyðinga ættum og heitir réttu nafni Milena Markovna Kunis en hún er fædd þann 14 ágúst árið 1983 og flutti til Los Angeles árið 1991.
Til að byrja með kunni hún ekki stakt orð í ensku en blessunarlega var hún nokkuð snögg upp á lagið og í dag er ekki hægt að greina að Mila sé innflytjandi frá Austur-Evrópu.
Þessi fallega stelpa er þekkt fyrir leik sinn í Family Guy en um þessar mundir berast henni æ fleiri hlutverk í stærri myndum enda eru augu heimsins að berast að henni í ríkari mæli.
Mila átti t.d. góðan leik í rómantísku gamanmyndinni Forgetting Sarah Marshall og segja má að það hlutverk hafi komið henni á kortið en hún sló algjörlega í gegn í Svarta svaninum sem núna er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar.
Algjör snilldarmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Kvikmyndaunnendur mega því búast við að sjá meira af Milu í framtíðinni enda forkunnafögur og góð leikkona.
Hérna er flott viðtal við Milu Kunis um Svarta svaninn þar sem hún talar bæði um merkinguna með myndinni og æfingarnar fyrir hlutverkið.
Hún var t.d. í svo hrikalegri megrun að stundum varð hún að velja á milli þess að fá sér kvöldmat eða hvítvísglas og með þessu æfði hún alla daga vikunnar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v4NSM5s2DAo[/youtube]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.