Leikkonan Mila Kunis hefur fengið eltihrelli að nafni Stuart Lynn Dunn dæmdan í tíu ára nálgunarbann vegna ítrekaðra brota gagnvart henni.
Stuart neitaði öllum ásökunum fyrir rétti en sannanir gegn honum voru of miklar til þess að hægt væri að dæma hann saklausan.
Fyrir utan það að fá tíu ára nálgunarbann þá þarf hann að fara í sex mánaða meðferð ásamt því að fá fimm ára skilorðsbundinn dóm.
Stuart hefur setið inni síðan í maí í fyrra eða í 528 daga og dómarinn tók tillit til þess, hann þarf ekki að sitja lengur inni en þarf að lúta hinum dómunum.
Milu fór að líða illa eftir að Stuart fór að mæta í sömu rækt og hún og reyndi ítrekað að nálgast hana.
Eðlilega leið henni illa því hann hafði síðast verið handtekinn og fengið nálgunarbann þegar hann reyndi að brjótast inn til hennar. Trylltur af spenningi en hún er búin að vera með manninn á bakinu lengi.
Auk þess að vera í nálgunarbanni gagnvart leikkonunni má hann ekki koma nálægt starfsfólki hennar, umboðsmanni né aðstoðarfólki.
Það er alls ekkert sældarlíf að vera vinsæll í glysborginni en margir af frægustu leikurum borgarinnar eru með tryllta eltihrella sem þeir verða að fá nálgunarbann á.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig