Hann hætti í Little Britain og núna langar hann að yfirgefa sjálft Bretland og halda á vit frægðar og frama í Ameríku.
Að sögn bresku pressunnar er Matt Lucas nú að leita sér að hentugu húsnæði í Los Angeles og hlakkar til að flytja yfir í notalegra loftslag.
Þær Dawn French og Jennifer Saunders (úr Absolutly Fabulous) tóku viðtal við kappann í útvarpsþætti sínum (Radio 2) en þar tjáði hann starfssystrum sínum að nú langaði hann að reyna við frægðina í Ameríku. “Ég ætla samt að reyna að skipta tíma mínum milli Englands og Bandaríkjanna. Ég ætla að halda áfram að fara með hundinn í göngutúra í Hyde Park.”
Þegar hafa frægir breskir leikarar rutt veginn fyrir þennan frábæra náunga. Bæði Russel Brand, Ricky Gervais og Eddie Izzard. Og nú er komið að þessum hárlausa snillingi að reyna fyrir sér í landi tækifæranna.
Bíbí óskar honum góðs gengis!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.