Franska leikkonan Marion Cotillard leikur stórt hlutverk í nýjustu Batman myndinni “Dark Knight Rises” – og prýðir einnig forsíðu Vogue.
Í viðtali við blaðið segist Marion snemma hafa heillast af leiklistinni.
Margir vina hennar áttu foreldra sem voru leikarar sem voru ekki fastir í níu til fimm vinnu alla daga vikunnar og hún heillaðist af þessum lífstíl.
Vildi vera ekki alltaf föst á sama staðnum. Einn daginn voru þau í Perú, þann næsta í Hong Kong og síðan í Frakklandi. Hún elskaði frelsið sem leikararnir höfðu og var staðráðin að leggja leiklistina fyrir sig strax á unga aldri.
Marion er sjálf móðir og segir hún að eitt það erfiðasta sem hún geri sé að samræma vinnuna og móðurhlutverkið.
Hún er að eigin sögn stundum alveg búin á því en hafi samt sem áður aldrei áður haft jafn mikla orku. Marion segir að orkan komi frá því að vera hamingjusöm, hamingjan sé sterkt lyf og veiti góða orku.
Það verður spennandi að fá að fylgjast með þessari fallegu frönsku leikkonu á hvíta tjaldinu í mynd sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu í allt sumar en leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, hefur lofað leikkonuna í hástert.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig