Marc Jacobs var í flottu formi þar sem hann slakaði á með fyrrverandi kærasta sínum og Rachel Zoe á ströndinni við St. Barts.
Marc Jacobs hætti fyrir nokkrum árum að borða hveiti, sykur, mjólkurvörur og drekka kaffi og allt sem fer ofan í hann er lífrænt. Hann æfir líka í um það bil tvo tíma á dag og segist hæst ánægður. Á sínum tíma reiknaði hann með því að fólk myndi gagnrýna hann fyrir að hafa grennst svona mikið, sérstaklega í tískuheiminum þar sem allir álykta að þú hljótir að hafa verið á eiturlyfjum til að grennast svona hratt en segja má að Marc hafi farið í gegnum umbreytingarnar árið 2007.
Síðan hefur hann haldið lúkkinu við og ekki ber á öðru en að maðurinn sé við hestaheilsu. Að minnsta kosti finnst okkur hann jafn flottur og vörurnar sem hann hannar.
Myndir fengnar að láni frá Mailonline

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.