Leikkonan Maggie Gyllenhaal er aðeins í villtari kantinum ef marka má gjafaval hennar til samstarfsfélaga.
Daman (sem er gift, þriggja barna móðir) keypti titrara handa ÖLLUM sem unnu með henni að myndinni Hysteria, en sú fjallar um tilkomu fyrsta titrarans í kringum 1880.
“Ég gaf öllum — bæði leikurum og starfsliði — litla titrara þegar við byrjuðum tökurnar,” sagði hún fréttamönnum á Toronto kvikmyndahátíðinni. “Það var ógeðslega dýrt!”
Maggie hefur samt greinilega svolítið vit í kollinum og kannast við karmalögmálið því auðvitað kom þetta allt til baka til hennar.
“Um það leiti sem við kláruðum myndina hafði ég fengið senda um 15 titrara frá allskonar búðum í London sem selja slíkan varning – Það kom mjög skemmtilega á óvart,” sagði hún.
“Kvikmyndin Hysteria fjallar um titrara og fullnægingar kvenna,” sagði litla systir Jakes Gylenhaal. “Ég held að fólk sé feimið að tala um þetat og að margir verði enn vandræðalegir yfir umræðuefninu.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.