Breska blaðið Daily Mail spyr í dag hvort Madonna skammist sín ekki fyrir myndir sem láku á netið af henni en þær voru teknar baksviðs í myndatöku fyrir V magazine.
Á myndunum er Madonna að skipta um föt. Situr á sófa og er eitthvað að troða sér í búning. Hún þykir ekki líta vel út á myndunum að mati bretans.
Eða eins og segir í greininni: “Three years on, the unflattering shots have made their way on to various internet blogs showing the 53-year-old singer – then aged 50 – in a series of unladylike positions. In one she is sat with her legs apart while slumped on the sofa in her underwear.”
Þetta fólk hlýtur að vera að spauga!
Konan, sem er fimmtug á myndunum, er ekkert annað en vöðvar. Hún er búin að dansa allt sitt líf og er fáránlega mikil áhugamanneskja um mataræði. Hún gaf út bók fyrir nokkrum árum þar sem hún striplaðist úti á götu og skammaðist sín ekki neitt. Hún er í stuttu máli Absolutly Fabulous!
Svo spyrja þessi blaðamaður, eða kona, hjá Daily Mail hvort hún skammist sín ekki?
Þarf ekki eitthvað mikið að vera að í heiminum svo að fólk byrji að “skammast sín” fyrir að vera ekki fótósjoppað á myndum, sitja ekki í ‘lady-like’ stellingum og vera með stút á vör?
Djíses. Þvílíkir örvitar.
HÉR er ósensoruð mynd af öllum ‘hryllingnum’ sem Madonna þarf að ‘skammast sín’ fyrir. Haltu þér fast áður en þú opnar skjalið – það sést í GEIRVÖRTUR!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.