Poppdívan er með komplexa yfir lærunum á sér og eyddi mörgum mánuðum í að tóna þá til fyrir tónleikaferðalag sitt sem hún kallar MDNA.
Einkaþjálfari stjörnunnar, Nicole Winhoffer sagði um Madonnu að líkt og með flest fólk þá væru ákveðnir líkamspartar sem hún vildi bæta og að í hennar tilfelli væru það fótleggirnir, og þá helst lærin. “Við eyddum dágóðum tíma í að styrkja og móta lærin. Hún vann mjög vel í þessu”.
Nicole, sem er 28 ára, hefur starfað með Madonnu í þrjú ár en hún segir stjörnuna æfa að meðaltali í klukkutíma til tvo á dag, bæði ein síns liðs en líka með dönsurum sem eru á tónleikaferð með henni.
Nicole segist einbeita sér að því að styrkja kviðvöðva og mitti og gera kviðinn flatan sem og að styrkja innri og ytri læri og lyfta þjóhnöppum.
“Þetta snýst allt um að brenna hitaeiningum og styrkja vöðva,” segir þjálfarinn.
Hún segist jafnframt dást að staðfestu söngkonunnar og vinnusiðferði en fyrir utan að vera listakona og viðskipta mógúll er Madonna einstæð móðir þeirra Lourdes sem er sextán ára, Rocco sem er tólf ára og Mercy litlu sem er sex ára.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.