Lindsay Lohan heldur áfram að gera sig að fífli en nú síðast rústaði hún sjúklega töff partýi í New York með því að kasta glasi þvert yfir salinn.
Partýið var haldið á vegum V-magazine á rosa fínum stað, Top of the Standard. Meðal gesta voru Alexander Wang, Carine Roitfeld og Rachel Zoe…allt miklir tískumógúlar og allir í góðu skapi, þangað til Lindsay snappaði.
Allt í einu flaug fullt glas þvert yfir salinn en Lindsay virtist reyna að miða því á gengilbeinu. Þegar glasið flaug framhjá konunni æpti Lindsay: „Ekki þú! Hann!“ og benti á mann í hvítum bol. Sá reyndist vera ljósmyndari V-Magazine.
Svo hlammaði hún sér aftur niður og nartaði í franskar kartöflur. Svo færði hún sig eitthvað og settist við barinn.
Um það leiti var stemmarinn beisikklí farinn úr boðinu og fólk byrjaði að drífa sig í burtu. Takk Lindsay.
Kvöldið áður hafði Lilo verið meinaður aðgangur að öðrum veislum tengdum tískuvikunni… kannski þar sem hún er þekkt fyrir að vera svolítið strekkt á geði.
Er hún ennþá edrú?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.