Nú bendir ýmislegt til þess að Lindsay Lohan eigi eftir að fá að dúsa í fangelsi í eitt og hálft ár.
Daman var jú á reynslulausn undanfarið en hefur ekki beint staðið sig í stykkinu. Hún hefur látið henda sér út úr skýli fyrir heimilislausar konur og svo mætti hún ekki í níu meðferðartíma, enda örugglega dottin í það eina ferðina enn.
Hún hefur reyndar eitthvað reynt að klóra í bakkann með því að vinna fyrir Rauða Krossinn og svona en það dugði ekki til. Dómarinn gerði upp hug sinn og skutlaði gellunni aftur í fangaklefa í morgun. Hún hefur verið sett í varðhald og losnar ekki nema með því að borga um ellefu milljónir.
Málið verður aftur tekið fyrir 2. nóvember og ef ekkert gengur í vörninni verður smástirnið að dúsa inni í eitt og hálft ár.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.