Það er búið að vera brjálað að gera hjá Lindsay Lohan í vikunni. Hún lenti meðal annars í brjáluðum slagsmálum við mömmu sína kl 4 um nótt…
…sem endaði með því að hringt var á lögguna en fljótlega eftir það fékk hún tíma til að lita á sér hárið.
Nú er það aftur orðið rautt en daman var búin að skarta karamellubrúnum lit í dágóðan tíma.
Lindsay segist vera að reyna að ná aftur í sinn náttúrulega lit og er ekki alveg sátt við litinn sem hún er með núna:
„Þetta er ekki liturinn sem átti að koma fram,“ sagði hún í viðtali við People Magazine. „… en þetta er samt minn litur og sá eðlilegi mun koma fljótlega.“
Hún mætti með nýja hárlitinn í veislu í Beverly Hills í gær og sumir hafa fleygt því fram að þetta hafi bara verið gert í þeim tilgangi að dreifa athyglinni frá öllu ruglinu sem hún kemur sér í, fá slúðurpressuna til að tala um eitthvað annað.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.