Háværar gagnrýniraddir hafa verið uppi eftir að Lady Gaga bætti á sig nokkrum kílóum, margar myndir hafa birst af henni á netinu og sumir hafa jafnvel sagt að hún væri ófrísk!
En Lady Gaga lætur ekki vaða yfir sig -það eitt er víst. Hún tók málin í sínar eigin hendur og birti myndir af sér á nærfötunum einum fata á heimasíðu sinni. Söngkonan segist hafa barist við búlimíu og anorexíu síðan hún var fimmtán ára gömul og því ekki skrítið að hún skuli flakka aðeins í þyngd.
Gaga segir að kærasta hennar finnist hún fallegri þegar hún er með smá hold utan á sér og hún segist ánægð með lífið þegar hún borði mat eins og manneskja, hún sé hamingjusamari núna en nokkru sinni fyrr. Gaga segir bara “Þetta er líkaminn minn núna og ég er stolt af sjálfri mér, sama í hvaða stærð ég er!”
í kjölfar alls þessa hefur snillingurinn ákveðið að hrinda af stað átaki sem nefnist “Body Revolution” sem er unnið í samvinnu við samtök hennar Born This Way Fondation og með því átaki vill hún minna fólk á að þú ert falleg/fallegur sama hvernig þú lítur út en átakið á að stuðla að hugrekki og samúð á meðal okkar allra.
Hún stofnaði Born This Way Foundation til þess að fólk yrði hugrakkt og hefði kjark að gera það sem það dreymir um óháð stöðu í samfélaginu eða útliti.
Gaga þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn undanfarna daga og segir að þeir hafi hjálpað sér að líða betur með sjálfa sig en núna sé kominn tími til þess að við fögnum okkur sjálfum eins og við erum.
Hún hvetur aðdáendur sína að vera ánægðir með sjálfa sig alveg sama hvernig þeir líti út.
Vel gert Lady Gaga!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig