Leikkonan Kristen Stewart er búin að gera auglýsingasamning við Balenciaga um að gerast nýtt andlit ilmsins þeirra Florabotanica en af því tilefni var tekið viðtal við hana.
Kristen er án efa ólíklegasta persónan til þess að koma fram í ilmvatnsauglýsingu.
Hún segir að á sínum yngri árum hafi hún ekkert verið að spá í þessum hlutum og prófaði til dæmis aldrei ilmvatnið hjá mömmu sinni. Kirsten var alltaf “ein af strákunum” en í dag er hún meira fyrir pjattið og segist spá meira í svona löguðu.
Hún segist mjög fegin því að finnast þetta góð lykt þar sem hún hefði verið til í að gera nánast allt fyrir Nicolas Ghesquière, hönnuð Balenciaga. Hún tekur líka fram að hún sé hræðilega lélegur lygari þannig að ef henni hefði ekki líkað lyktin þá hefði hún sagt það beint út og hefði þar af leiðandi verið afskaplega lélegt módel og talskona fyrir ilminn.
Listrænt verkefni
Leikkonan lítur á auglýsingaheferðina sem “listaverkefni” (art project) frekar en einhverja auglýsingu fyrir ilm, að eigin sögn líður henni vel þegar hún er með hönnuðinum og finnst afar spennandi þegar hún mátar kjóla sem hann hefur hannað og fær að sjá svipinn á honum.
Þegar myndin fyrir auglýsinguna var tekin þá sögðu hönnuðurinn (Nicolas) og ljósmyndarinn (Steven Meisel) henni bara að láta sér líða vel – ekkert vera að pósa neitt of mikið eða vera með einhverja uppgerð og þar sem Kirsten líður vel í fötunum frá Balenciaga var þetta ekkert mál fyrir hana, afslappað og huggulegt.
Iconið hennar Kristen er Brigitte Bardot þó þær gætu ekki verið ólíkari týpur en Kristen segir að maður taki bara smá parta af iconinu sínu án þess að fara alla leið -síðan býrð þú til þinn eigin stíl.
Ilmvatnið er væntanlegt í sölu nú í september.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig