Katy hefur ekki átt gott ár í sínu persónulega lífi en tónlistin hennar hefur selst eins og heitar lummur og vinsældinar alltaf að aukast.
Nú hefur hún verið útnefnd kona ársins hjá tónlistarblaðinu Billboard en Katy sagði í viðtali við blaðið að hún hefði haldið að árið sitt væri búið og tími til að gefa öðrum kyndilinn en hún fái sem betur fer að halda þessum titli í mánuð í viðbót.
Söngkonan er ekki í slæmum félagsskap því að Beyonce og Taylor Swift hafa áður fengið þessa nafnbót.
Katy vill breyta frasanum að vera fyrirmynd og vera frekar innblástur einhvers. Það að vera fyrirmynd setur þig á stall hjá einhverjum og þú getur í raun og veru ekki uppfyllt væntingar viðkomandi sem hann hefur til þín. Þegar ég var ung og var að byrja í bransanum þá vildi ég vera innblástur fyrir aðra en alls ekki einhver fyrirmynd. Ég hugsaði allavega ekki þannig svo að ég vona að ég sé innblástur vegna vinnusiðferðis míns og hvernig ég hef tekið á hindrunum í lífi mínu sem hafa komið upp.
Katy Perry hefur verið dugleg að koma fallegum boðskap á framfæri með tónlist sinni og er svo sannarlega vel að titlinum komin.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig