Þessar svokölluðu mæður sem taka þátt í Toddlers and Tiaras eru annaðhvort siðblindar, geðveikar eða bæði.
Satt best að segja er furðulegt að þessir þættir skuli vera leyfðir, eins sjúkir og þeir eru. Um daginn bárust fréttir af einni mömmunni sem klæddi þriggja ára dóttur sína upp sem hóruna í Pretty Woman. Fólk kvartaði og svona en dómnefndinni fannst þetta bara ooosom.
Það næsta sem við fáum að heyra (sem betur fer er þetta ekki sýnt hérna) er að ein múttan hafi ákveðið að strekkja 11 ára gamla dóttur sína inn í korsilett til að vinna fleiri stig. Þegar barnið kveinkaði sér sagði hún:
“Það skiptir ekki máli þó þú getir ekki andað. Það eina sem skiptir máli hérna er að þú sért falleg!”
Akkúrat. 11 ára stelpur eru einmitt svo fallegar þegar þær eru í korsilettum. Kannski að Hjallastefnan gæti tekið upp þannig skólabúninga? Spurning um að hringja í Margréti Pálu?
Ussss…. Og gettu hvað? Auðvitað fékk strekkta barnið rosa góða einkun í þessari fáránlegu keppni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.