Hvíti kjóllinn hennar Marilyn Monroe fór á 5 milljónir dollara á uppboði í gær. Það eru… haltu þér… tæplega 600 milljónir íslenskra króna!
Væntanlega dýrasti kjóll í heimi?
Kjóllin fór ásamt fleiri safngripum úr smiðju leikkonunnar Debbie Reynolds á uppboði í Kaliforníu í gær. Debbie hefur safnað eftirminnilegum munum úr kvikmyndasögunni í fjölda ára en meðal þess sem hún seldi voru harðkúluhatturinn hans Chaplin, Rauði kjóllinn sem Marilyn klæddist í Gentlemen Prefer Blondes og blái kjóllinn sem Judy Garland klæddist í galdrakarlinum í OZ.
Sniðug að sanka svona að sér “propsi” úr kvikmyndum. Mér skilst að Daniel Radcliffe eigi einmitt gleraugun úr fyrstu Harry Potter myndinni í góðri geymslu og það er ljóst að ef honum dettur einhverntíma í hug að selja þau þá fær hann sannarlega eitthvað fyrir peninginn.
Rauði kjóllinn seldist rúmar 130 milljónir en hatturinn hans Chaplin fór á rétt um 100 milljónir. Magnað.
Hér má sjá senuna þar sem hvíti kjóllinn fýkur upp um leggina á þessari ógleymanlegu kvikmyndastjörnu sem enn er skrifað um á hverjum degi í einhverjum fjölmiðli um allann heim þó tæp fimmtíu ár séu liðin frá andláti hennar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zGlu06VDCdU[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.