Árlega heldur Hvíta Húsið og forseti Bandaríkjanna kvöldverð fyrir háttsett fjölmiðlafólk.
Kvöldverðurinn er í dag aðallega hugsaður sem skemmtun þar sem bæði forsetinn sjálfur og kynnir sem oft er þekktur grínisti.
Þeir gera grín að sitjandi forseta sem og málum sem eru ofarlega á baugi í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur umgjörð kvöldverðarins aðeins verið að breytast og eru margar stjörnur úr Hollywood farnar að sækjast eftir því að fá að mæta á þennan skemmtilega viðburð.
Hér eru myndir frá kvöldverðinum í ár:
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.