Söngkonan Katy Perry hefur skrifað undir samning við snyrtivörurisann Coty en merkið er leiðandi í snyrtivöruheiminum og meðal vörumerkja hjá fyrirtækinu eru Balenciaga, Lady Gaga, Davidoff og Marc Jacobs.
Katy Perry er orðin tíður gestur í eyrum heimsbyggðarinnar og hefur hver smellurinn á fætur öðrum komið frá henni ásamt því að söngkonan gaf út kvikmynd fyrr á árinu en þá var skyggnst á bakvið tjöldin í lífi hennar og á tónleikaferðalagi.
Katy er að sjálfsögðu hundelt af blaða og papparössum alla daga og einkalífið hennar ratar oftar en ekki á blaðastöndum í slúðurblöðum en hún hefur þó náð að setja sitt mark á tónlistarheiminn með frumlegum og fallegum lögum ásamt því að vera trú sjálfri sér sem listamaður.
Coty mun halda áfram að dreifa og selja fyrri ilmi söngkonunnar þá Purr og Meow! Forseti Snyrtivörurisans Renato Semerari hafði þetta að segja þegar samningar voru í höfn:
“Við erum afar spennt að fá listamann sem er jafn hæfileikaríkur og skapandi og Katy, hún er frumleg og djörf. Frumleg nálgun hennar á tónlist og lífið sjálft er sannur innblástur og við hlökkum mikið til þess að vinna með henni í framtíðinni við komandi ilmi”.
Katy hafði þetta að segja um samstarfið:
“Ég er afar spennt að fá loksins að vinna með Coty enda er snyrtivörurisinn með mína uppáhalds snyrtivörur og ilmvötn! Ég hlakka mikið til þess að búa til fleiri ilmi OG er mjög spennt fyrir því að Meow! og Purr fari á heimsmarkað núna”.
Coty er vel þekkt merki í snyrtivörubransanum og meðal annara merkja sem risinn framleiðir eru O.P.I naglalökkin, Sally Hansen, Calvin Klein og Chloé en Cody selur vörur sínar í yfir 130 löndum.
Skoðaðu heimasíðu Coty og sjáðu hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig