Katy Perry og bláa hárið prýða forsíðu Teen Vogue núna í maí en þar segir Katy frá því hversu ógeðfelld henni finnist frægðin vera orðin.
Fröken Perry finnst gaman að skapa tónlist sína og tjá sköpunargleði með fatnaði og sviðsframkomu en allt sem viðkemur frægðinni sjálfri sé alveg hrikalega ógeðslegt.
Katy líkir frægðinni við villt dýr sem getur elskað þig og dáð en síðan allt í einu ráðist á þig upp úr þurru.
Henni finnst það alveg hreint ótrúlegt þegar aðdáendur eru hágrátandi þegar hún nálgast þá en segir við mannskapinn að róa sig og að hún sé ekkert að fara að ráðast á þau, veita þeim þrjár óskir eða neitt þvíumlíkt, vill bara njóta þess að vera með þeim og eiga góða stund.
Kate segist líka vera löngu hætt að spá í því hvað öðru fólki finnst, ef maður spáir of mikið í því þá verður maður bara ringlaður.
Töffari með blátt hár og bein í nefinu hún Katy!
_____________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig