Systurnar Kate og Pippa Middleton stálu senunni í brúðkaupi sem þær mættu í á Laugardaginn en þessar dömur vekja heimsathygli hvert sem þær koma.
Í för með systrum voru unnusti Pippu, Alex Loudon, og eiginmaður Kate, Vilhjálmur Bretaprins en það var góðvinur systranna Thomas Sutton sem gekk í það heilaga með Harriet Colthurst í Wilton, Wiltshire á Englandi.
Hertogaynjan var glæsileg í rauðum blúndukjól sem náði niður að hné en systir hennar Pippa var í gráum og hvítum kjól með blómamynstri.
Pippa mætti í brúðkaup í síðustu viku þar sem klúðraði alveg með því að mæta í grænum kjól. Slíkt er algjört nó nó í Bretlandi því hjátrúin segir að grænt boði ógæfu fyrir sambandið, eða eins og Bretar segja: „Weddings and green should never be seen.“
Öruggara að mæta bara í gráu.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.