Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í átta vikur og lítið látið á sér bera birtist Kate Middleton, ásamt systur sinni Pippu, í brúðkaupi síðasta laugardag.
Gestir og gangandi tóku sérstaklega eftir því hvað Kate var með áberandi fallegt hár og það er engin furða því hertogaynjan hafði setið í fjóra tíma á hárgreiðslustofu daginn áður.
Að sögn eigendanna hefur Kate sótt sömu stofuna í ein átta ár og kemur alltaf á átta vikna fresti til að láta lita hárið og snyrta endana. Stofan heitir Richard Ward Hair and Metrospa og er í Chelsea hverfinu í London.
Hún notar lífrænan jurtalit í hár sitt sem gerir það að verkum að hárið er alltaf glansandi og fallegt. Þrátt fyrir frægðina og nýtt hlutverk í lífinu hefur Kate ekki vanið komur sínar af stofunni. Hún nýtur þess að vera þar og slaka á í fjóra tíma enda þekkir hún alla sem þar vinna eftir árin átta.
ALLAR MÆÐGURNAR Á SÖMU STOFUNNI
Það er heldur ekki aðeins Kate sem þangað kemur heldur líka Pippa og móðir þeirra Carol Middleton. Það eru þeir Richard Ward og James Pryce sem hafa séð um hárið á dömunum en James Pryce sá um hárgreiðsluna á Kate, stóra daginn þann 29 apríl á þessu ári þegar hún giftist honum Villa sínum.
Að sögn James Pryce er best að setja serum í blautt hárið til að losa það við ‘frizz’ og gera það silkimjúkt og slétt. Þegar hárið er 80% þurrt á að blása það og lyfta með bristle bursta, stórum með náttúrulegum hárum.
Serumið leggur form hársins ‘á minnið’ og heldur liðunum á sínum stað meðan þú blæst hárið. Pryce bætti við að allar síðhærðar konur verði að láta særa endana reglulega og fá djúpnæringarmeðferð á sex vikna fresti til að halda hárinu heilbrigðu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.