Það er óhætt að segja að Kardashian systurnar séu á góðri leið að fara að sigra heiminn en á laugardaginn mættu þær til London þar sem allt varð vitlaust.
Systurnar voru í borginni til þess að fagna því að fatalínan þeirra Kardashian Kollection er loksins fáanleg í Bretlandi eða nánar tiltekið í Dorothy Perkins. Þær voru að sjálfsögðu í fatnaði úr línunni sinni og þúsundir aðdáenda biðu eftir því að þær mættu á svæðið.
Stelpurnar voru að afar duglegar á Twitter og tvítuðu fram og til baka um hversu æðislegir aðdáendurnir í Bretlandi væru og hversu yndisleg Lundúnarborg væri. Þær voru einnig duglegar að flakka um borgina og fara á alls kyns kynningarfundi. Fatnaður og fleira frá systrunum fæst nú þegar í USA, Ástralíu og Bretlandi -hvað verður næst? Kannski París?
Hér að neðan getur þú séð myndir af opnuninni og æstum aðdáendum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig