Kærastan hans Ronaldo þarf ekki að kvarta yfir því að fótboltakappinn hafi ekki splæst í flottan trúlofunarhring handa henni.
Hringurinn er svo stór að hann lafir á puttanum.
Ronaldo er með vinsælustu fótboltamönnum heims og hefur spilað svo vel úr peningum og hæfileikum að hann er orðin að milljarðarmæringi þó ungur sé. Það útskýrir líklegast stærðina á hringnum sem Irina Shayk ber á fingri sér og fór ekki framhjá neinum þegar hún mætti, ásamt tengdó, að horfa á Ronaldo taka við Golden Boot verðlaununum í Madrid. Þau fékk hann fyrir að vera markahæsti spilari tímabilsins 2010-2011 með 40 mörk í heildina.
Ronaldo og Irina trúlofuðu sig í febrúar en hann skaust með þotu frá Spáni til New York svo að hann næði að biðja hennar á Valentínusardag. Og nú berast fréttir af því að Irina sé líklegast með barni. Fyrir á Ronaldo barn með alls óþekktri konu sem aldrei hefur gefið upp nafn sitt en það er mamma hans sem sér aðallega um uppeldið á drengnum sem ber nafn föður síns.
Hér eru myndir af hinni ægifögru, rússnesku Irinu í stuttum kjól með stóran hring að fylgjast með kæró við verðlaunaafhendinguna.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.