Hjartaknúsarinn Justin Timberlake og Jessica Biel ætla að gifta sig á Ítalíu í þessari viku en þau hafa nú verið trúlofuð í tíu mánuði.
Að sögn US Weekly mun athöfnin fara fram einhversstaðar í Suður-Ítalíu en liðsauki parsins hefur gætt fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að slúðurpressan finni út nákvæma staðsetningu. Þetta er algjört Top-Secret!
Mikill áhugi er á því hverju Jessica Biel (30) muni klæðast í vígslunni en heimildarmaður blaðsins segist hafa séð hana káta og glaða í brúðarverslun í París þann 8. okt s.l.
Justin bað Jessicu að trúlofast sér síðasta desember eftir að þau höfðu hætt saman í stuttan tíma. Þau hafa lítið haft orð á hjónavígslunni en hann fékk þó sína steggjun í Las Vegas í september en hún mun hafa endað einhversstaðar í Mexíkó.
Justin Timberlake er mjög ástfangin af Jessicu og segir hana mjög sérstaka konu: „Þar fyrir utan er hún líka sjúklega kynæsandi,“ sagði hann í nýlegu viðtali.
Hann segist ekki vita mikið um hjónaband en horfi þó á mömmu sína og stjúpa sem eru í frábæru hjónabandi. „Þau passa sig til dæmis að vera alltaf í sama liði og skipta með sér verkum.“

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.