Justin Bieber hefur hingað til ekki farið leynt með að hann er mikill jesú-maður.
Til að fagna ást sinni á frelsaranum hefur drengurinn nú látið flúra mynd af honum á kálfann á sér. Spóalegan kálfann.
Justin, sem er 17 ára, er einnig búin að láta flúra orðið ‘Jesús’ á bringuna á sér en nýja flúrið er mun meira áberandi en það sem er á bringunni. Svo er hann með lítinn fugl á mjöðminni.
Næst er bara að sjá hvað kærastan Selena Gomez gerir en einu sinni var haldið að hún hefði látið flúra orðið Justin á hendina á sér. Svo fundum við út að það var bara túss…
Hvað finnst þér? Er þetta fínt?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.