Julia Roberts er af mörgum talin ein fallegasta kona heims, að minnsta kosti hefur hún 11 sinnum verið valin meðal 50 fallegustu einstaklinga í heimi af People Magazine.
Hér má sjá Juliu hafa það kósí á ströndinni ásamt eiginmanni sínum Daniel Moder og börnum. Eiginmaðurinn alveg í fataformi og Julia glæsileg þó ekkert hafi verið tálgað til í photoshop.
Þau Daniel kynntust árið 2000 við tökur á myndinni The Mexican. Þá var hann enn giftur annari konu, Veru Steimberg, en fór fram á skilnað rúmu ári síðar og gekk svo að eiga Juliu árið 2002 en hún var einmitt að deita Brad Pitt þegar þau Daniel kynntust. OMG -Juliaaaa?!
Daniel og Julia eiga þrjú börn, tvíbura sem fæddust árið 2004 og strák sem fæddist 2007.
Flott par.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.