Hjartaknúsarinn og stórleikarinn Johnny Depp og kona hans Vanessa Pardis hafa ákveðið að slíta samvistum eftir fjórtán ára samband en parið hefur ekki sést opinberlega saman í ár.
Mikið hefur verið slúðrað og miklar pælingar í gangi hjá slúðurmiðlum vestanhafs um það að parið sé skilið, fjölmiðlafulltrúi Johnny gaf út tilkynningu þar sem var staðfest að parið væri skilið. Jafnframt voru fjölmiðlar vinsamlegast beðnir um að virða friðhelgi einkalífs þeirra og barna þeirra en Depp og Paradís eiga tvö börn saman. Eina stúku sem er þrettán ára gömul og strák sem er tólf ára. Börn á viðkvæmum aldri.
Svo er það bara stóra spurningin hvort papparassarnir verði tillitssamir eins og beðið er um?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig