Johnny Depp hefur aldrei tilheyrt Vísindakirkjunni umdeildu en í nýlegu viðtali við Vanity Fair viðurkennir kappinn að hafa sótt fundi með þeim.
Þetta var áður en hann varð ríkur og frægur en Depp borgaði um 3 dollara fyrir hvern fund sem hann segir hafa verið mjög skemmtilega:
“Ég fór á fullt af fundum. Þetta var frábært, svo ótrúlegt!” segir hann en meðlimir kirkjunnar trúa meðal annars á að þjálfa heilann upp í 100% notkun og að við séum öll á leiðinni til annarar plánetu undir stjórn Xenu (ekki spyrja).
Á þessum árum voru 3 dollarar kannski mikið fyrir leikarann sem þá var að vinna sig upp í bransanum en í dag þarf hann lítið að hugsa um peninga. Leikarinn halaði um sex milljörðum í búið frá maí í fyrra til maí á þessu ári. Hann deilir toppsætinu yfir hæst launuðustu leikaranna í Hollywood með Leonardo DiCaprio og segist sáttur við kaupið.
“Ef þau vilja borga mér svona fáránlegar upphæðir þá er ég alveg til í að taka við þeim – enda snýst þetta ekki lengur um sjálfan mig heldur krakkanna,” sagði hann í viðtalinu. “Skilurðu mig? Á þessu stigi málsins er þetta allt fyrir börnin mín. Það er fáránlegt… já, já… en þetta er ekki fyrir mig – þetta er fyrir krakkana.”
Depp og ástin hans til margra ára, Vanessa Paradis, eiga saman börnin Lily-Rose sem er tólf ára og Jack sem er níu ára.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.