Jessica Simpson losaði sig við aukakílóin sem fylgdu meðgöngunni með því að fara á 15 daga smoothie kúr.
Söngkonan, sem eignaðist dótturina Maxwell Drew í maí, þurfti að losna við tæp 30 kíló eftir meðgöngu og til að koma líkamanum hratt í gang með brennsluna fór hún á smoothie kúr í rúmar tvær vikur. Í kjölfarið af því byrjaði hún að borða litlar máltíðir og millimáltíðir.
Þannig var hún í fimm daga að fá sér þrjá smoothie á dag og tvær litlar máltíðir, svo komu fimm dagar með tveimur smoothie á dag og tvær heilsusamlegar millimáltíðir og að lokum komu fimm dagar með einum smoothie, tveimur máltíðum og tveimur millimáltíðum.
Þetta gerði hún samkvæmt ráðleggingum frá Weight Watchers en Jessica er nýráðinn talskona samtakanna.
Á matseðli Jessicu var t.d. fullt af ommilettum úr eggjahvítum, kjúklingur með satay hnetusósu, hummus, soba núðlur og rækjur svo eitthvað sé nefnt.
Jessia er nú aftur komin í sína kjörþyngd og búin að skrifa undir risastóran samning við Vigtarráðgjafana Amerísku.
Hún hefur líka lofað að fylgja ráðum þeirra í einu og öllu svo það er ekki hægt að búast við bústinni Jessicu á næstunni.
Lestu HÉR um það hvernig hún nennti ekkert að hugsa um mataræðið á meðgöngunni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.