Leikkonan Jessica Alba er glæsileg í febrúarhefti InStyle en þar ræðir hún hjónabandið, dætur sínar og hvernig fatastíll hennar hefur breyst í gegnum árin.
Jessica segir að hún hafi vitað það strax þegar hún hitti eiginmann sinn að hann væri sá eini rétti og að hún myndi giftast honum. Nálægt honum leið henni strax eins og í faðmi fjölskyldunnar, “Hann gerði allt svo auðvelt,” segir hún. Þetta var tilfinning sem leikkonan hafði aldrei fundið áður en þegar hún fór á stefnumót með öðrum mönnum var hún alltaf á varðbergi – en ekki með honum. Þau skilja hvort annað og eru sálufélagar.
Breyttur fatastíll
Jessica segir að fatastíll hennar sé mun ævintýralegri eftir að hún varð mamma. Áður en hún átti dætur sínar þá var hún yfirleitt bara í leggings og síðum peysum. Núna er hún dugleg að klæðast fatnaði sem er munstraður, björtum litum og mismunandi sniðum. Jessica segir að maður eigi aldrei að segja aldrei en hún muni líklega samt ekki klæðast svokölluðum “booty shorts”. Það eru mjög stuttar stuttbuxur.
Það getur ekki allt verið í röð og reglu lengur
Áður en Jessica átti dætur sínar var hún mjög hörð á því að hafa reglur og hlutina á sínum stað, hún var frekar alvarleg týpa.
Það snerist allt um að stjórna umhverfinu, allt varð að vera á sínum stað og í röð og reglu. Núna er hugmynd hennar um að allt verði að vera fullkomið allt önnur. Þú getur samt merkt kassa og sagt að hlutirnir eigi að vera í honum en þegar börnin fara í leikherbergið þá getur þú ekki sagt að þau megi ekki mála því það þurfi að þrífa málningaklessurnar eftir þær. Þær verða að fá að leika sér án þess að vera stressaðar.
Þetta eru orð að sönnu hjá þessari laglegu leikkonu. Best að slaka svolítið á eftir að börnin koma í heiminn.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig