Jennifer Lopez og Marc Anthony eru kannski skilin en þau ætla samt að halda áfram að vinna saman.
Parið ‘lánsaði’ fatalínum á miðvikudaginn en línurnar heita einfaldlega Marc Anthony Collection og the Jennifer Lopez Collection.
Marc vígði línuna með því að klippa á silkiborða í verslunarmiðstöðinni Kohls’ í New Jersey en Jennifer Lopez var ekki viðstödd. Fyrrverandi tilkynnti þó að þau myndu halda áfram að vinna saman að þessu verkefni.
Við Jennifer höfum alltaf notað hvort annað sem álitsgjafa. “Ég er mjög hrifin af línunni hennar enda varð ég vitni að allri vinnunni sem hún setti í þetta.”
Hann segist líka vera “mjög stoltur” af Lopez. Gaman að fyrrverandi sé rosalega “stoltur” af þér…
Parið tilkynnti um skilnað sinn í júlí sl. en þau höfðu þá verið saman í sjö ár og eiga tvíburana Max og Emmu sem eru 3 ára. Lopez og Anthony eru bæði 42 ára.
Ekki nóg með að þau séu að gera saman fatalínu heldur standa þau á bak við sjónvarpsþáttaröð sem kemur líklegast á skjáinn í USA í vetur. Þættirnir verða kallaðir “Q’Viva! The Chosen” og ganga út á að finna hæfileikaríka einstaklinga í suður-Ameríku. “Q’Viva! The Chosen” er framleiddur af Simon Fuller þeim sama og stendur á bak við Idolið þar sem Jennifer er dómari.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.