Jennifer Lopez ræðir ástina, erfiðleikana í lífi hennar og móðurhlutverkið í nýjasta tölublaði “In Style”.
Þetta hefur J-Lo að segja um ástina:
“Sá eiginleiki sem maðurinn í mínu lífi þarf að vera gæddur er að vera góður, ég er fyrir góðu gæjana. Það sem er erfiðast fyrir mig er að ég hætti aldrei að trúa á ástina, það er góður eiginleiki en samt sem áður er maður alltaf að leita, vona og biðja-maður hættir aldrei að trúa”.
Um erfiða tíma í lifi hennar:
“Ég lifi eftir þeirri möntru að Guð láti þig ekki hafa eitthvað verkefni nema þú ráðir við það. Þú lærir af mistökum og erfiðleikum. Þegar þú hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika þá áttar þú þig á því að þú hefur þroskast og vaxið sem manneskja, eftir það óttast þú fátt og hvernig sem fer þá verður allt í lagi”.
Um það að vera mamma:
“Ég held að ég sé ekkert frábrugðin öðrum foreldrum, ég reyni að gera mitt allra besta sem foreldri, ég veit að ég er ekki fullkomin þó svo að allir ætlist til þess af manni. Fyrir mér er þetta mikilvægasta hlutverkið í heiminum og ég tek því fagnandi og reyni að sinna því eftir bestu getu-fullkomin eða ekki”.
Já hún “Jenny from the block” er víst bara eins og við hinar-gerir sitt besta og lærir af mistökum sínum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig