iHeart Music Festival fór fram dagana 21-22.september og þar mátti sjá hverja stórstjörnuna á fætur annari sem ýmist var þarna til að skemmta sér eða koma fram.
Pink söng á hátíðinni og flaug um salinn eins og sannri rokkstjörnu sæmir, Gwen Stefani kom fram með hljómsveitinni sinni No Doubt og Green Day rifu kjaft en þeir voru alls ekki sáttir við að fá mjög stuttan tíma á sviðinu eftir að Usher hafði farið 25 mínútum fram yfir tímann sinn.
Grænu dagarnir rústuðu gítar og bassa, blótuðu í sand og ösku og sögðust ekki vera F****ing Justin Bieber!
Steve Tyler kom í fysta sinn fram með hljómsveit sinni Aerosmith eftir að hann hætti sem dómari í American Idol, Bon Jovi tryllti lýðinn, Rihanna söng, Mary J.Blidge kom fram ásamt Prince og svo mætti lengi telja…
Tónlistarhátíðn er haldin af iHeartRadio útvarpsrisanum og heimasíða hátíðarinnar er hér en á þessum myndum má sjá brot af því besta…
__________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig