Julianne Moore er mín allra uppáhalds leikkona og er að mínu mati sú glæsilegasta í Hollywood í dag.
Julianne hefur þann einstaka hæfileika að geta sett einlægni í list sína. Einlægni er stór hluti af leiklistinni og það sem gerir góða leikara stórkostlega. Einlægni hennar kemur í sterk í gegnum augun. Veitið þessum kosti sérstaka eftirtekt næst þegar þið horfið á hana leika.
Það sem gerir Julianne einnig svo góða leikkonu er virk hlustun. Hún er alltaf 100% til staðar og augljóslega meðvituð um mikilvægi þess að hlusta á mótleikara sína og bregðast svo við. Leikarar þurfa að geta túlkað orðin í handritinu. Það er ekki nóg að fara með línurnar og bregðast “rétt” við. Innlifunin verður að vera til staðar og þar sameinast einlægni og hlustun.
Julie Anne Smith fæddist á fallegum vetrardegi þann 3. desember árið 1960. Hún er amerísk-bresk, móðir, rithöfundur barnabóka, leikkona, eiginkona, dóttir, mannvinur og svo margt fleira.
Ef að nafn hennar er slegið í leitarstiku Google eru færslur um hana 31.7 milljónir og fjöldi ljósmynda í samræmi við það.
Ég tók saman myndaþátt af leikkonunni. Val á ljósmyndum var erfitt þar sem leikkonan kann ekki að myndast illa en það sem gerir hana svo fallega er hvað hún er augljóslega góð manneskja. Julianne er svo sannarlega sönnun þess að fegurðin kemur að innan.
Hæfileikarík, klár og sjarmerandi. Julianne er að sjálfsögðu bogmaður.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.