Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þessa dagana stödd á Ibiza ásamt eiginmanni sínum og börnum.
Eiginmaðurinn, Seal, hélt tónleika þar í gærkvöldi og bauð meðal annars frúnni upp á svið þar sem hann smellti á hana góðum kossi. Parið er ástfangið upp fyrir haus en ekki er langt síðan þau áttu sitt fjórða barn saman.
Heidi og Seal endurnýja hjúskaparheit sín fyrir framan fjölskyldu og vini ár hvert og eru dugleg að halda skemmtilegar veislur. Þau eru bæði fallegt, óvenjulegt og sérstakt par á Hollywood mælikvarðann en hér má sjá myndir af frúnni og fjölskyldu á siglingu við strendur Ibiza í gær. Næs! Pant hennar líf í mínu næsta!
(Ps, bláa naglalakkið og armböndin eru alveg að rokka þarna á kossamyndinni)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.