EMA verðlaunahátíðin á vegum MTV var haldin með pompi og pragt á sunnudagskvöldið og mættu margar stórstjörnur á svæðið og sýndu sig á rauða dreglinum.
Heidi Klum var kynnir hátíðarinnar en kjóllinn hennar á rauða dreglinum vakti ekki mikla lukku og hafa margir gagnrýnendur farið ófögrum orðum um klæðnaðinn.
Kjólinn var úr smiðju Versace en það er greinilegt að hátíska er ekki alltaf smart.
Hér eru vinningshafar kvöldsins:
Besta lagið – Carly Rae Jepsen – Call Me Maybe
Bestu nýju flytjendurnir – One Direction
Besti kvenkyns listamaðurinn – Taylor Swift
Besti karlkyns listamaðurinn – Justin Bieber
Besta pop tónlistin – Justin Bieber
Besta “live” frammistaðan – Taylor Swift
Besti hip hop listamaðurinn – Nicki Minaj
Besta rokk hljómsveitin – Linkin Park
Besti elektró listamaðurinn – David Guetta
Besti listamaðurinn yfir heildina- Lana Del Rey
Besta Videó – Gangnam Style (Psy)
Besta útlitið – Taylor Swift
Stærstu aðdáendurnir – One Direction
Besti heims tónlistarmaðurinn – Han Geng
Bestur á “World Stage” – Justin Bieber
Besta “Push” – Carly Rae Jepsen
Heims iconið – Whitney Houston
Heidi tók einnig létt dansspor með Psy sem syngur Gangman Style, skoðaðu myndbandið hér að neðan.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hgL3YW2ss7E[/youtube]
Hér er svo fína og fagra fólkið þetta magnaða kvöld…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig