Gwen Stefani er fædd þann 3. Október 1969 en hennar rétta nafn er Gwen Renée Stefani.
Hún er gift söngvaranum Gavin Rossdale og eiga þau tvo syni saman. Hjónin eru einstaklega miklir töffarar og oftar en ekki er eldri sonur þeirra eins og lítill rokkari með aflitaðann hanakamb eða sítt hár niður fyrir axlir. Sá yngri virðist einnig ætla að verða lítill rokkaratöffari og feta í fótspor foreldra sinna.
Ferill hennar byrjaði þegar hún var aðalsöngkona hljómsveitarinnar No Doubt og naut hljómsveitin mikilla vinsælda, síðan ákvað hún að hefja sólóferil og gaf út plötu að nafninu Love.Angel.Music.Baby árið 2004 og síðar kom út The Sweet Escape árið 2006.
Í dag er hún þekktur fatahönnuður. Árið 2003 kom hún fram á sjónarsviðið með fatalínuna L.A.M.B. og síðar kom lína hennar Harajuku Lovers. Þar er hún innblásin af japanskri menningu.
Í fyrra hannaði hún fatalínu fyrir börn sem hún nefndi Harajuku Mini en hönnun þeirra er innblásin af Harajuku línunni hennar fyrir fullorðna. Í fyrra bætti hún enn einni rósinni í hnappagatið og gerðist talskona/módel fyrir L’oréal Paris.
Gwen er alltaf einstaklega smart og flott í tauinu, oftar en ekki með eldrauðan varalit og platínuljóst hár og skiptir það engu máli hvort hún er á rauða dreglinum eða með börnin sín úti að leika í garðinum, hún klæðir sig alltaf töff upp-og í takt við tilefnið.
____________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig