Söngkonan Gwen Stefani hefur í nógu að snúast þessa dagana en hljómsveit hennar No Doubt er komin saman aftur og von er á nýrri plötu frá þeim í september.
Gwen er á forsíðu septemberútgáfu Harper’s Bazaar og er einnig í viðtali við tímaritið. Gwen hefur þetta að segja um það að blanda saman mömmuhlutverkinu og ferlinum:
“Mömmuhlutverkið er alvöru, það er gríðarlega skemmtilegt en jafnframt afar erfitt að finna jafnvægið á milli þess og framans. Þetta er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera hingað til.”
Þegar þú sérð myndir af Gwen þá er hún alltaf með rauðan varalit. Hún segist heltekin af snyrtivörum og segir að sér hafi alltaf fundist gaman að klæða sig upp en snyrtivörurnar séu annað mál, hún hafi nú þegar sett farða á sig tvisvar sinnum í dag!
Hún setti farða á sig áður en hún fór með strákana í skólann og þegar hún kom heim þá þvoði hún andlitið til þess að setja nýjan farða á sig fyrir viðtalið. Gwen segir einnig að hún máli sig einnig fyrir eiginmann sinn Gavin -honum finnist hún falleg með farða.
Gwen og fjölskylda hennar hafa verið í slúðurblöðunum eins og flest allir aðrir í glysborginni. Gwen segir að þessar kjaftasögur æsi sig lítið, hún sé rólyndismanneskja en hún og hennar fjölskylda vita hvað er satt og hvað ekki. Hún nenni ekki að eyða tíma sínum í að spá í slúðursögnum.
En hvernig heldur hún sér í formi?
“Ég þoli ekki að tala um líkamann minn, mér finnst það bara fáránlegt.”
Takk fyrir það Gwen.
Söngkonan hefur oftar en ekki verið spurð að því hvernig hún fái þetta svakalega six pack sem hún er með, Gwen segir að til þess að viðhalda flottum líkama þá þurfir þú að borða hollt, hreyfa þig og KVELJA sjálfa þig í ræktinni.
Það sé einnig góð brennsla að hoppa á sviðinu í nokkra tíma, hún fer þó aðeins í ræktina þegar hún getur -það er meira sálarfóður að komast í ræktina, andleg rækt þar sem þetta er allt í hausnum á henni. Gwen er afar smágerð og þegar hún er spurð að því af hverju hún vilji vera svona grönn:
” Ég elska að klæðast flottum fötum og vil að þau líti vel út á mér, því reyni ég að halda einbeitingunni og fókusera á líkama minn og að hafa hann flottann.”
Úff það er greinilega nóg að gera hjá Gwen en hér að neðan má sjá myndir úr tímaritinu sem hinn umdeildi ljósmyndari Terry Richardson tók.
_________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig