Gwen Stefani er á fullu að kynna nýju plötu hljómsveitarinnar No Doubt og nældi sér í viðtal við Marie Claire af því tilefni.
Gwen er stórglæsileg í myndaþættinum með viðtalinu en það kemur í ljós að hún er mamma sem tekur hlutverkið afar alvarlega.
Strákarnir hennar, Zuma og Kingston, eru fæddir árið 2005 og 2006 þannig að þeir eru nálægt hvor öðrum í aldri og geta leikið sér saman. Gwen segir samt sem áður að um leið og þeir vakni þá byrji þeir að slást og eru síðan að slást nánast allan daginn: “Þeir passa þó upp á hvorn annan, eru villingar en samt svo góðir saman.”
Þegar No Doubt var að taka upp nýju plötuna sína “Push And Shove” var heldur betur nóg að gera hjá Gwen, hún hafði verið svefnvana nóttina áður vegna þess að yngri sonur hennar var með eyrnabólgu, síðan fór hún í ræktina eldsnemma um morguninn, við tóku svo fundir fyrir fatalínurnar hennar, gæðatími með fjölskyldunni og klukkan fjögur þá brunaði hún í stúdíóið þar sem að hún vildi ekki eyða tímanum í vitleysu því hún gæti verið að borða með fjölskyldunni sinni og vildi vera skipulögð og fá sem mest út úr stúdíótíma hljómsveitarinnar.
Gavin og Gwen hafa verið gift í tíu ár og Gwen kallar það kraftaverk.
Gwen segir að hún hafi alltaf óskað þess að hjónabandið gengi vel og sé afar ánægð með það að geta leitað til einhvers og tekið ákvarðanir með Gavin um lífið og tilveruna. Henni finnst einnig afar flott að bera frúartitilinn.
Hér að neðan eru myndir af Gwen úr Marie Claire
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig