Á forsíðu nýjasta tölublaðs Haute Muse má sjá Bonnie Wright sem þú þekkir sennilega betur sem Ginny Weasley í Harry Potter.
Það hefur aldeilis tognað úr stúlkunni sem er ofboðslega falleg með eldrautt hár.
Mér finnst þessi forsíða alveg dásamleg, rauða hárið dökk förðunin og vínrauðu varirnar við svartan kjól gerir heildarútkomuna fullkomna.
Bonnie sem nú er orðin tvítug er þessa stundina að leika í sálfræðitrylli sem heitir “The Philosophers”. Það verður gaman að sjá hana takast á við annað hlutverk.
Við munum þó sjá hana í síðustu myndinni um Harry Potter sem gerist þegar þau Harry og Ginny eru orðin fullorðin en vegna ykkar sem ekki hafið lesið bækurnar mun ég ekki gefa fleira upp.
Bonnie segist líta helst upp til leikvennanna Cate Blanchett og Nicole Kidman, ekki að undra, tvær leikonur sem bæði eru mjög hæfileikaríkar og rauðhærðar -allavega þegar þær eru í rauðhærðu skapi 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.