Þá er verðlauna “seasonið” hafið eins og tímabilið frá því að Golden Globes byrjar og fram að Óskarnum er kallað vestanhafs.
Konur glysborgarinnar mættu á rauða dregilinn í gær í sínu fínasta pússi og það var ekkert gefið eftir í glamúrnum. Kjólarnir voru klassískir og sniðin frábær. Hvítur kemur sterkur inn þetta árið og mér sýnist að klassíska útlitið verði allsráðandi á þessu ári.
Adele kom einnig fram á verðlaunahátíðinni en þetta var í fyrsta sinn sem hún kemur fram opinberlega eftir barnsburð, hún fékk einnig verðlaun fyrir besta lagið úr James Bond kvikmyndinni Skyfall.
Hér eru nokkrir sigurvegarar gærkvöldsins:
Argo var valin besta kvikmynd kvöldsins en hún er í leikstjórn Ben Affleck.
Vesalingarnir komu sáu og sigruðu og hlaut Anne Hathaway verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd og Hugh Jackman var einnig verðlaunaður. Kvikmyndin var einnig valin besta myndin í flokki tónlistar og gamanmynda.
Í sjónvarpsflokknum hlaut þátturinn Homeland verðlaun sem besta sjónvarpsþáttaröðin og Claire Danes hlaut verðlaun sem besta leikkonan og meðleikari hennar Damian Lewis fékk einnig verðlaun sem besti leikarinn.
Þátturinn Girls var síðan valinn bestur í röðum gaman og tónlistarþátta svo eitthvað sé nefnt en hér að neðan getur þú séð stjörnurnar geisla á rauða dreglinum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig