Golden Globe verðlaunin voru afhent í gærkvöldi í Bandaríkjunum en þar komu saman flestar fallegustu og frægustu stjörnur heims.
Fyrir valinu urðu besta myndin The Descendants, besta myndin í flokki grín og/eða söngleikja: The Artist. Besti leikstjórinn: Martin Scorsese fyrir myndina Hugo. Besti leikarinn var George Clooney fyrir leik í myndinni The Descendants og besta leikkonan hún Meryl Streep fyrir að leika Margréti Thatcher, í The Iron Lady sem nú er sýnd í Laugarásbíó.
En svo eru það allir kjólarnir og skartgripirnir og förðunin sem pjattrófum finnst ekki síður áhugavert en kvikmyndirnar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.