Leik og söngkonur í Hollywood eru undir smásjá papparassanna eftir barnsburð og það er ætlast til þess að þær séu komnar í form á innan við viku eftir fæðingu.
Við sem höfum átt börn vitum að hlutirnir ganga ekki alltaf svo hratt fyrir sig, þó eru sumar sem eiga afar auðvelt með að missa aukakílóin eftir meðgöngu og fæðingu.
Við erum misjafnar eins og við erum margar og okkur gengur misvel að missa það sem við bættum á okkur á meðgöngunni.
Þetta á einnig við um konurnar í Hollywood, því jú þær eru nú einu sinni mannlegar eins og við hinar! Jessica Simpson hefur til dæmis fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að vera ekki búin að missa aukakílóin en hún lætur það ekki trufla sig og segist ætla að missa þau hægt og rólega og á heilbrigðan hátt, hún segir einnig að brjóstin séu ennþá það stór að hún geti illa hlaupið – eitthvað sem mjólkandi mæður ættu að kannast við.
Hér að neðan má sjá myndir af flottum konum úr Hollywood sem hafa átt börn nýlega.
_______________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig