Söngkonan Fergie er á forsíðu tímaritsins Self með svakalega magavöðva en þess má geta að skvísan er 37 ára gömul -hvað er að frétta?!
Í viðtalinu talar hún meðal annars um eiginmann sinn Josh Duhamel og segir frá því að hann eldi besta lasagna sem hún hefur smakkað og til að það sé jafnvægi á heimilinu þá vaskar hún upp ef hann eldar.
Á laugardögum fara þau saman í messu og síðan út að borða en Fergie finnst yndislegt að hlusta á Josh syngja í messu. Henni finnst frábært að næra andann með því að fara í kirkju, fá sér síðan gott vín með matnum og slaka á – eins og góðir kaþólikkar gera!
Black Eyed Peas eru í hléi núna en Fergie segist hafa þurft að taka sér frí sem söngkona, bæði með BEP og sem sólólistamaður.
Það var kominn tími á smá “me time” og samveru með eiginmanninum en henni finnst mikilvægt að rækta hjónabandið, fjölskylduna og vinina.
“Það verður allt að vera í jafnvægi, ferillinn og fjölskyldan, ef það er í góðu lagi þá líður mér best,” segir Fergie og bætir því við að hún sé gríðarlega metnaðarfull þegar kemur að framanum og því sé mikilvægt að hafa gott jafnvægi þarna á milli til þess að allt fari ekki úr skorðum.
Hér að neðan má sjá myndir úr tímaritinu og nokkrar vel valdar af þeim hjónakornum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig