Hin smávaxna þokkadís Eva Longoria prýðir forsíðu GQ Mexíkó í desemberútgáfunni en þar er daman í efnislitlum klæðnaði og ögrandi stellingum í senn.
Það er nóg að gera hjá Evu eftir að hún hætti að leika í Aðþrengdum eiginkonum og leikkonan segist aldrei stoppa, henni finnist oft eins og dagurinn innihaldi 48 tíma því hún er alltaf að.
Hún fær þetta vinnusiðferði frá mömmu sinni sem ól upp fjórar dætur ásamt því að ein þeirra var fötluð.
Eva segir að hún hafi vaknað klukkan sex á hverjum morgni, unnið sem kennari allan daginn, alltaf með tilbúin mat og eldaði alltaf kvöldmat handa allri fjölskyldunni þrátt fyrir að það væri brjálað að gera hjá henni sjálfri.
Eva segist samt alltaf líta á mömmu sína og finnast hún ekki gera nóg -hún þurfi að gera meira!
Þessi fíngerða dökka kona er álitin ein kynþokkafyllsta kona heims og þegar hún er spurð út í það segist hún vera afar upp með sér yfir hólinu.
Hún vonar að fólk sjái allt sem hún er að gera í lífinu en ekki bara einhvern kynþokka en Eva er mjög dugleg í hjálparstörfum og hefur gefið háar fjárhæðir til góðgerðarmála. Hún er einnig ansi mikill stjórnmálamaður í sér og finnst pólitíkin skemmtileg.
Þessir hlutir eru það sem Evu finnst fallegir og þetta skilgreinir hún sem fegurð, ekki bara í líkamanum eða útliti heldur einnig í persónuleikanum og því sem hver og einn lætur af sér leiða.
Sjáðu hér Evu í GQ…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig